Lífið

André Bachmann sextugur

Sigmundur Ernir Rúnarsson verður veislustjóri í sextugsafmæli André, en þeir hafa þekkst í fjölda ára.
Sigmundur Ernir Rúnarsson verður veislustjóri í sextugsafmæli André, en þeir hafa þekkst í fjölda ára.
„André Bachmann er náttúrulega einn af helstu sjentilmönnum þessa samfélags og hefur liðsinnt ótrúlegum fjölda landsmanna, ekki síst þeim sem minna mega sín. Ég veit að gríðarlegur fjöldi fólks stendur í þakkarskuld við hann og fyrir vikið munu hellast yfir mig beiðnir um skemmtiatriði, framsögur og kvæðabálka,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem verður veislustjóri í sextugsafmæli André Bachmann sem fram fer næstkomandi föstudagskvöld í Rúgbrauðsgerðinni. Andri hefur meðal annars haldið jólaball fatlaðra í 26 ár, þar sem Sigmundur Ernir og Edda Andrésdóttir hafa verið kynnar.

„Þegar ég fór að ræða það við Jóhannes bróður minn um að ég ætlaði að halda upp á sextugsafmælið sagði hann að ég þyrfti ekki að sjá um það, það væri komin undirbúningsnefnd,“ útskýrir André og segir Jóhannes hafa komið sér á óvart þegar hann varð fimmtugur með troðfullum Súlnasal þegar André ætlaði aðeins að halda smáboð. „Ég á afmæli í dag. 8. janúar, sama dag og Elvis Presley og David Bowie, svo Presley, Bowie og Bachmann eru allir sama daginn,“ bætir hann við og hlær.

„Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? ætlar að spila fyrir dansi á föstudagskvöldið og ég vonast til að sjá sem flesta vini, ættingja og vinnufélaga, bæði af Olís og Strætó. Ég er ekki að biðja um neinar gjafir heldur bara hlýtt handtak, það er miklu betra en stórar gjafir,“ segir André. - ag
Stórafmæli André Bachmann verður 60 ára á fimmtudaginn og vonast til að sjá sem flesta vini, ættingja og vinnufélaga í Rúgbrauðsgerðinni á föstudagskvöldið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.