Erlent

Milljarður þjáist af matarskorti

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sameinuðu þjóðirnar telja milljarð manna þjást af matarskorti um heim allan.
Sameinuðu þjóðirnar telja milljarð manna þjást af matarskorti um heim allan. Mynd/GVA
Milljarður manna um allan heim þjáist af matarskorti. Sú tala hefur hækkað um hundrað milljónir vegna alþjóðlegs hruns á fjármálamörkuðum samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir fjölda þeirra sem lifa við matarskort aldrei hafa verið meiri, meðal annars vegna hækkandi matvælaverðs og aukins atvinnuleysis.

Langflestir þeirra sem stríða við hungursneyð búa í þróunarlöndum, þar af um 642 milljónir í Asíu og 265 milljónir í sunnanverðri Afríku. Aðeins fimmtán milljónir manna hafa ekki nóg til hnífs og skeiðar í iðnríkjum heims.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×