Innlent

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að birtast sem innheimtustofnun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra skýrðu málið fyrir fjölmiðlum í morgun. Mynd/ GVA.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra skýrðu málið fyrir fjölmiðlum í morgun. Mynd/ GVA.
Krafa hinna Norðurlandanna um að Icesave málinu ljúki áður en lán frá þeim berast kemur í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti tekið endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands fyrir í næstu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í morgun.

Eins og komið hefur fram hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn staðfest seinkun á endurskoðun efnahagsáætlunarinnar Íslands. Verður hún ekki framkvæmd fyrr en undir lok ágúst eða í byrjun september. Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer í tveggja vikna sumarleyfi á föstudaginn í næstu viku.





Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Mynd/ GVA.
Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og fyrrum stjórnarmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist undrandi á framgangi málsins. „Sjóðurinn á heiður að verja að birtast ekki umheiminum sem innheimtustofnun fyrir einstök áhrifamikil aðildarríki," segir Ólafur í samtali við fréttastofu.

„Aðstoð af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með gæðastimpli hans er ætlað að verka hvetjandi á aðra aðila til að leggja hönd á plóg með lánveitingum. Þess vegna kemur einkennilega fyrir sjónir ef það er rétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beri því við nú að lánveitingar af hálfu Norðurlandanna séu forsenda fyrir því að hann taki ákvarðanir á grundvelli samkomulags síns við Íslendinga," segir Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×