Er afneitunin á enda? 26. ágúst 2009 06:00 Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur talað hvað mest gegn leiðréttingu skulda heimilanna og hugmyndum framsóknarmanna þess efnis. Það er þó alltaf ánægjulegt þegar menn snúa af villu síns vegar líkt og ráðherrann gerði í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar sagði hann m.a.: „Það er að sjálfsögðu rétt að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eignavirði og veruleg hækkun skulda á sama tíma. Skuldir í samfélaginu eru langt umfram eignir og það er engum til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dregur úr getu efnahagslífsins til að skapa verðmæti á ný." Strax í febrúar lögðu Framsóknarmenn fram hugmyndir sínar um efnahagslegar aðgerðir til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum. Var það trú okkar og von að vel yrði tekið í hugmyndirnar og þær yrðu okkar framlag í þá vinnu sem fram undan væri við að leysa þann efnahagsvanda sem íslenska þjóðarbúið tekst á við. Því miður varð það ekki reyndin og kom okkur í raun á óvart hversu hart stjórnarflokkarnir og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar brugðust við þessum hugmyndum. Þar fór núverandi félagsmálaráðherra fremstur í flokki. Tillögurnar voru of kostnaðarsamar, að mati Samfylkingarinnar, þótt stórfelld afföll af innheimtu væru fyrirséð og í kjölfarið gjaldþrot tugþúsunda ef ekki væri gripið inn í. Í staðinni veifuðu menn óskýrum hugtökum líkt og greiðsluaðlögun, tilsjónarmanni, velferðarbrú og skjaldborg um heimilin sem enginn skildi fyllilega. Því átti reyndar að redda með sérstöku kynningarátaki ríkisstjórnarinnar ef marka má stjórnarsáttmálann. Þá mátti ekki hreyfa við verðtryggingunni, enda andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem vildi verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina. Seðlabankinn þjónaði húsbændum sínum og birti skýrslur um að greiðslubyrði langflestra væri viðráðanleg, en gleymdi að taka tillit til frystingar lána. Þá var starfshópur skipaður til að fylgjast með og meta stöðuna. Á meðan jukust vanskil hratt og íslensk heimili settu nánast heimsmet í skuldasöfnun. Creditinfo birti nýlega upplýsingar um að ef fram heldur sem horfir verði um 30 þúsund einstaklingar, 10% þjóðarinnar, á vanskilaskrá innan árs og 5.000 einstaklingar eru þegar komnir í greiðsluþrot það sem af er árinu. Félagsmálayfirvöld tilkynna um aukið álag og fleiri barnaverndarmál og innanbúðarmenn í bankakerfinu verða vitni að sífellt minni greiðsluvilja hjá viðskiptavinum, jafnvel þeim sem þó geta borgað. Og ríkisstjórnin fylgist með og metur stöðuna. Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa staðfastlega neitað að ræða afskriftir skulda eða leiðréttingu af neinu tagi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar, sagði fyrir nokkrum dögum að afskriftir lána væru einfaldlega ekki á dagskrá. „Það eru engir fjármunir til í þetta og ég sé ekki hvaðan þeir ættu að koma." En hvað veldur þessum skyndilega viðsnúningi ráðherrans? Er AGS búinn að skipta um skoðun og leyfa ríkisstjórninni að leiðrétta skuldir almennings? Eða er einfaldlega að koma í ljós að framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér fyrir 6 mánuðum síðan? Er svigrúm að myndast til að leiðrétta skuldir við millifærslu lánasafna milli nýju og gömlu bankanna? Grunnforsendan fyrir því að hægt væri að framkvæma hugmynd Framsóknar um leiðréttingu skulda var einmitt þetta uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna. Í uppgjörinu væri tekið tillit til gæða lánasafnanna og væntanlegra afskrifta. Við það væri hægt að færa niður hluta af höfuðstól lánanna og auka líkur á að lántakendur geti almennt staðið í skilum. Bankarnir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að þetta eru tapaðar kröfur og mikilvægt er að sem flestir geti og vilji halda áfram að borga. Hálft ár er liðið síðan framsóknarmenn lögðu fram tillögur um hvernig bregðast ætti við. Félagsmálaráðherra virðist vera að ná þessu, því þegar hann var spurður hver borgi fyrir þessa leiðréttingu sagði Árni: „Við verðum að horfast í augu við það að þetta eru að miklu leyti tapaðar kröfur. Það á að vera svigrúm í bankakerfinu til að takast á við tapið. Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankanna var gert ráð fyrir afskriftum." Við skulum bara vona að 20% dugi enn til og að rúmur umhugsunartími ráðherrans og samverkamanna hafi ekki valdið íslenskum heimilum óbætanlegum skaða. Höfundur er þingmaður og ritari Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur talað hvað mest gegn leiðréttingu skulda heimilanna og hugmyndum framsóknarmanna þess efnis. Það er þó alltaf ánægjulegt þegar menn snúa af villu síns vegar líkt og ráðherrann gerði í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar sagði hann m.a.: „Það er að sjálfsögðu rétt að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eignavirði og veruleg hækkun skulda á sama tíma. Skuldir í samfélaginu eru langt umfram eignir og það er engum til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dregur úr getu efnahagslífsins til að skapa verðmæti á ný." Strax í febrúar lögðu Framsóknarmenn fram hugmyndir sínar um efnahagslegar aðgerðir til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum. Var það trú okkar og von að vel yrði tekið í hugmyndirnar og þær yrðu okkar framlag í þá vinnu sem fram undan væri við að leysa þann efnahagsvanda sem íslenska þjóðarbúið tekst á við. Því miður varð það ekki reyndin og kom okkur í raun á óvart hversu hart stjórnarflokkarnir og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar brugðust við þessum hugmyndum. Þar fór núverandi félagsmálaráðherra fremstur í flokki. Tillögurnar voru of kostnaðarsamar, að mati Samfylkingarinnar, þótt stórfelld afföll af innheimtu væru fyrirséð og í kjölfarið gjaldþrot tugþúsunda ef ekki væri gripið inn í. Í staðinni veifuðu menn óskýrum hugtökum líkt og greiðsluaðlögun, tilsjónarmanni, velferðarbrú og skjaldborg um heimilin sem enginn skildi fyllilega. Því átti reyndar að redda með sérstöku kynningarátaki ríkisstjórnarinnar ef marka má stjórnarsáttmálann. Þá mátti ekki hreyfa við verðtryggingunni, enda andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem vildi verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina. Seðlabankinn þjónaði húsbændum sínum og birti skýrslur um að greiðslubyrði langflestra væri viðráðanleg, en gleymdi að taka tillit til frystingar lána. Þá var starfshópur skipaður til að fylgjast með og meta stöðuna. Á meðan jukust vanskil hratt og íslensk heimili settu nánast heimsmet í skuldasöfnun. Creditinfo birti nýlega upplýsingar um að ef fram heldur sem horfir verði um 30 þúsund einstaklingar, 10% þjóðarinnar, á vanskilaskrá innan árs og 5.000 einstaklingar eru þegar komnir í greiðsluþrot það sem af er árinu. Félagsmálayfirvöld tilkynna um aukið álag og fleiri barnaverndarmál og innanbúðarmenn í bankakerfinu verða vitni að sífellt minni greiðsluvilja hjá viðskiptavinum, jafnvel þeim sem þó geta borgað. Og ríkisstjórnin fylgist með og metur stöðuna. Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa staðfastlega neitað að ræða afskriftir skulda eða leiðréttingu af neinu tagi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar, sagði fyrir nokkrum dögum að afskriftir lána væru einfaldlega ekki á dagskrá. „Það eru engir fjármunir til í þetta og ég sé ekki hvaðan þeir ættu að koma." En hvað veldur þessum skyndilega viðsnúningi ráðherrans? Er AGS búinn að skipta um skoðun og leyfa ríkisstjórninni að leiðrétta skuldir almennings? Eða er einfaldlega að koma í ljós að framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér fyrir 6 mánuðum síðan? Er svigrúm að myndast til að leiðrétta skuldir við millifærslu lánasafna milli nýju og gömlu bankanna? Grunnforsendan fyrir því að hægt væri að framkvæma hugmynd Framsóknar um leiðréttingu skulda var einmitt þetta uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna. Í uppgjörinu væri tekið tillit til gæða lánasafnanna og væntanlegra afskrifta. Við það væri hægt að færa niður hluta af höfuðstól lánanna og auka líkur á að lántakendur geti almennt staðið í skilum. Bankarnir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að þetta eru tapaðar kröfur og mikilvægt er að sem flestir geti og vilji halda áfram að borga. Hálft ár er liðið síðan framsóknarmenn lögðu fram tillögur um hvernig bregðast ætti við. Félagsmálaráðherra virðist vera að ná þessu, því þegar hann var spurður hver borgi fyrir þessa leiðréttingu sagði Árni: „Við verðum að horfast í augu við það að þetta eru að miklu leyti tapaðar kröfur. Það á að vera svigrúm í bankakerfinu til að takast á við tapið. Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankanna var gert ráð fyrir afskriftum." Við skulum bara vona að 20% dugi enn til og að rúmur umhugsunartími ráðherrans og samverkamanna hafi ekki valdið íslenskum heimilum óbætanlegum skaða. Höfundur er þingmaður og ritari Framsóknarflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun