Flóðavarnir stóðust ekki gríðarlegt álag 21. nóvember 2009 05:15 Íbúum bjargað Meira en 200 íbúum í bænum Cockermouth þurfti að bjarga út úr húsum þeirra í gær.Fréttablaðið/AP „Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“ Bærinn Cockermouth varð verst úti í flóðunum í Kúmbríuhéraði á norðanverðu Englandi, skammt frá landamærum Skotlands. Bjarga þurfti meira en 200 manns úr húsum í bænum, en alls flæddi umhverfis nærri þúsund heimili á flóðasvæðinu. Einn lögreglumaður fórst. Breskir hermenn fóru hús úr húsi að kanna hvort einhver væri innikróaður vegna flóðanna, sem sums staðar voru allt að 2,5 metra djúp. Daginn áður hafði rignt meira en dæmi eru til í þessum landshluta. Á einum stað mældist úrkoman 314,4 millimetrar á einum sólarhring. Hilary Benn umhverfisráðherra sagði að flóðavarnir á þessum slóðum ættu að standast flóð eins og þau gerast mest á hverri öld, en úrhellið að þessu sinni varð meira en nokkur gat reiknað með. „Það sem við þurftum að takast á við síðustu nótt var frekar nokkuð sem búast má við á þúsund ára fresti, þannig að jafnvel allra bestu varnir geta brugðist þegar þetta mikil úrkoma kemur á þetta stuttum tíma,“ sagði hún. Töluverð flóð urðu einnig á stórum hluta Írlands eftir óvenjumiklar rigningar og hvassviðri. Meira en eins metra hátt vatn lá yfir miðbænum í Cork, næststærstu borg landsins. Álíka mikil flóð urðu í meira en tíu bæjum og borgum Írlands. Í gær hætti loks að rigna og flóðin tóku að réna, sem gaf björgunarfólki færi á að komast á bátum að fólki sem var innikróað í húsum sínum. Tony Walker, einn íbúa í Cockermouth, sagði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann var enn innikróaður, að flóðið á neðstu hæðinni heima hjá sér næði í brjósthæð. Hann hefði þurft að bíða björgunar á efstu hæðinni. „Ég hef lifað betri morgna,“ sagði hann. „Ég hef beðið hér í alla nótt og er orðinn drykkjarvatnslaus, þannig að ég er í alvöru að hugsa um að koma mér burt. Vatnið er enn býsna djúpt. Það fer lækkandi, en það gerist svo hægt að það verða klukkutímar þangað til það verður orðið autt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
„Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“ Bærinn Cockermouth varð verst úti í flóðunum í Kúmbríuhéraði á norðanverðu Englandi, skammt frá landamærum Skotlands. Bjarga þurfti meira en 200 manns úr húsum í bænum, en alls flæddi umhverfis nærri þúsund heimili á flóðasvæðinu. Einn lögreglumaður fórst. Breskir hermenn fóru hús úr húsi að kanna hvort einhver væri innikróaður vegna flóðanna, sem sums staðar voru allt að 2,5 metra djúp. Daginn áður hafði rignt meira en dæmi eru til í þessum landshluta. Á einum stað mældist úrkoman 314,4 millimetrar á einum sólarhring. Hilary Benn umhverfisráðherra sagði að flóðavarnir á þessum slóðum ættu að standast flóð eins og þau gerast mest á hverri öld, en úrhellið að þessu sinni varð meira en nokkur gat reiknað með. „Það sem við þurftum að takast á við síðustu nótt var frekar nokkuð sem búast má við á þúsund ára fresti, þannig að jafnvel allra bestu varnir geta brugðist þegar þetta mikil úrkoma kemur á þetta stuttum tíma,“ sagði hún. Töluverð flóð urðu einnig á stórum hluta Írlands eftir óvenjumiklar rigningar og hvassviðri. Meira en eins metra hátt vatn lá yfir miðbænum í Cork, næststærstu borg landsins. Álíka mikil flóð urðu í meira en tíu bæjum og borgum Írlands. Í gær hætti loks að rigna og flóðin tóku að réna, sem gaf björgunarfólki færi á að komast á bátum að fólki sem var innikróað í húsum sínum. Tony Walker, einn íbúa í Cockermouth, sagði í útvarpsviðtali í gærmorgun, þegar hann var enn innikróaður, að flóðið á neðstu hæðinni heima hjá sér næði í brjósthæð. Hann hefði þurft að bíða björgunar á efstu hæðinni. „Ég hef lifað betri morgna,“ sagði hann. „Ég hef beðið hér í alla nótt og er orðinn drykkjarvatnslaus, þannig að ég er í alvöru að hugsa um að koma mér burt. Vatnið er enn býsna djúpt. Það fer lækkandi, en það gerist svo hægt að það verða klukkutímar þangað til það verður orðið autt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira