Innlent

Hópslagsmál unglinga við Kringluna

Lögreglumenn stöðvuðu unglingaslagsmál við Borgarleikhúsið á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveimur hópum unglinga laust saman við Kringluna. Bárust leikar að Borgarleikhúsinu, þar sem lögregla handtók fimm unglinga á aldrinum tólf til átján ára og flutti þá á lögreglustöðina. Þangað þurftu foreldrar þeirra að skækja þá og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart. Tveir þurftu að leita aðhlynningar á slysadeild, en þeir meiddust ekki alvarlega. Ekki liggur ljóst fyrir hver voru upptök átakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×