Innlent

Borgarleikhúsið frumsýnir Enron í september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enron verður sett upp í Borgarleikhúsinu. Mynd/ Stefán.
Enron verður sett upp í Borgarleikhúsinu. Mynd/ Stefán.
Borgarleikhúsið ætlar að frumsýna Enron leikritið í september á næsta ári. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir að leikhúsið hafi tryggt sér sýningarrétt um leið og verkið hafi verið sýnt erlendis.

„Það fer á fjalirnar í byrjun september á næsta ári og fer í æfingu í vor," segir Magnús Geir. Hann segir að Eiríkur Örn Norðdahl þýði verkið en ekki hafi verið samið við neina leikara.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Enron verið sýnt í leikhúsi í Bretlandi um skeið en það verður frumsýnt á Broadway næsta vor.




Tengdar fréttir

Enron hneykslið verður söngleikur á Broadway

Næsta vor munu bandarískir leikhúsgestir geta endurupplifað Enron hneykslið, að þessu sinni með söng og dans. Ætlunin er að sýna söngleikinn Enron á Broadway í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×