Innlent

Þjónusta við langveik börn aukin

Frá undirritun samstarfssamningsins: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðning langveikum börnum.
Frá undirritun samstarfssamningsins: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðning langveikum börnum.

Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum samstarfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilrauna­verkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningur­inn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitar­félaga í landinu.

Samkvæmt samstarfssamningnum geta sveitarfélög eða stofnanir á þeirra vegum sótt um styrki vegna verkefna sem ætluð eru til þess að auka þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni og þjónustu við langveik börn og fjölskyldur þeirra. Sveitarfélög geta einnig sótt um styrki vegna verkefna sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Á næstu dögum mun stjórn verkefnisins auglýsa eftir umsóknum sveitarfélaga um styrki til verkefna í samræmi við samkomulagið.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×