Erlent

Umfangsmikil leit að hjólastólamanninum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Comeaux.
Comeaux.

Bandaríski fanginn Arcade Comeaux, sem var bundinn við hjólastól en flúði á harðahlaupum úr fangaflutningabíl í Texas fyrir helgina og fréttastofan greindi frá, er kominn á lista bandarískra löggæsluyfirvalda yfir fimmtán skæðustu strokufanga landsins sem laganna armur vill helst ná til. Comeaux er talinn stórhættulegur en hann afplánaði þrefaldan lífstíðardóm fyrir fjölda ofbeldisbrota. Eitt hundrað rannsóknarlögreglumenn skipuleggja nú leitina að Comeaux og hefur 16.000 dollurum verið heitið í laun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×