Erlent

Umhverfisráðherra Danmerkur er föst fyrir

Óli Tynes skrifar
Connie Hedegaard.
Connie Hedegaard.

Connie Hedegaard umhverfisráðherra Danmerkur sagði í dag að jafnvel efasemdarmenn yrðu að viðurkenna að ef jörðin eigi að hýsa níu milljarða manna um miðja þessa öld, verði mannkynið að finna skynsamlegri leiðir til þess að takast á við fjölgun sína.

Það mætast stálin stinn í Kaupmannahöfn þar sem efasemdarmenn og sannfærðir takast á um framtíð heimsins.

Hedegaard er jafnframt forseti Loftslagsráðstefnunnar. Hún sagði að það væru margvíslegar ástæður fyrir því að heimsbyggðin þyrfti að takast á við umhverfismál og stolnir tölvupóstar breyttu engu þar um.

Ráðherrann vísaði þar til tölvupósta sem stolið var úr vefþjóni háskólans í East Anglia í Bretlandi.

Þar þykir margt hafa komið fram sem orkar tvímælis um vinnubrögð vísindamanna.

Ráðstefnan í Kaupmannahöfn hefur farið vel fram í dag og ekki komið til neinna átaka sem óttast er að margvíslegir mótmælahópar hyggist efna til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×