Innlent

Fjórði meirihlutinn fæddur í Grindavík

Grindavík.
Grindavík.

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna var myndaður í bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi. Ólafur Örn Ólafsson verður bæjarstjóri á ný, en hann lét af því starfi í fyrrasumar þegar meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar rofnaði. Í tilkynningu frá nýja meirihlutanum segir meðal annars að flokkarnir ætli að standa vörð um atvinnulífið í Grindavík og þrátt fyrir miklar hækkanir verðlags sé ætlunin að hafa því sem næst óbreytta gjaldskrá á þjónustu bæjarins við íbúana út kjörtímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×