Innlent

Fjölskylduhjálpin úthlutar allt að 1200 fjölskyldum jólaaðstoð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd/ Anton Brink.
Frá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd/ Anton Brink.
Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands fer fram dagana 9., 16. og 21.desember frá klukkan þrjú til sex að Eskihlíð 2 - 4 í Reykjavík.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að þar á bæ sé gert ráð fyrir að á milli 1000 og 1200 fjölskyldur muni sækja jólaaðstoð til félagsins nú í desember. Ekki þurfi að sækja sérstaklega um jólaaðstoðina fyrirfram heldur koma í Eskihlíð 2 - 4 úthlutunardagana. Það verði hægt að úthluta jólaaðstoð til 400 fjölskyldna hvern úthlutunardag í desember eða samtals til 1200 fjölskyldna.

Ásgerður Jóna segir að auk jólaaðstoðar verði hefðbundinni mataraðstoð úthlutað sömu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×