Enski boltinn

Van Persie og Adebayor ekki með gegn Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Arsenal verður án þeirra Emmanuel Adebayor og Robin Van Persie þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield í úrvalsdeildinni annað kvöld.

Van Persie, sem er markahæsti leikmaður Arsenal, er meiddur í nára og Adebayor er meiddur á læri. Bacari Sagna og Eduardo ættu að verða klárir hjá Arsenal og Lukasz Fabianski verður áfram í markinu. Gael Clichy, William Gallas og Johan Djourou verða ekki með vegna meiðsla.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður ekki með liði sínu næstu 7-10 dagana þar sem hann er meiddur í nára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×