Enski boltinn

Leikmaður Stoke vill spila á Íslandi

Nordic Photos/Getty Images

Miðjumaðurinn Liam Lawrence hjá Stoke City segist hafa hug á að fara sem lánsmaður til Íslands í sumar til að koma sér í form eftir að hafa ökklabrotnað í haust.

Hinn 27 ára gamli leikmaður meiddist illa í september þegar hann hrasaði um hundinn sinn með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði. Hann segist fyrst nú vera að ná sér á strik á ný en nokkuð vantar upp á formið.

"Það er rosalegt að ég hafi ekki skorað síðan í ágúst. Ég ætti að vera að skora fimm til tíu mörk á tímabili, en ég hef verið lengi frá keppni og þetta er í lagi á meðan við erum í góðum málum í deildinni. Það er að verða komið sumar og ég hefði gott af því að fara sem lánsmaður til Íslands eða eitthvað þannig, bara til að halda áfram að spila," sagði Lawrence í samtali við Sun.

Svo verður hver fyrir sig að dæma um það hvort leikmanninum var alvara eða ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×