Enski boltinn

Santa Cruz ætlar að fara frá Blackburn í sumar

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn hefur gefið það upp að hann hafi farið fram á að verða seldur frá félaginu í sumar.

Paragvæmaðurinn var orðaður m.a. við Manchester City í félagaskiptaglugganum síðasta, en Blackburn náði að sannfæra kappann um að halda áfram.

Blackburn er í bullandi fallhættu í úrvalsdeildinni og Santa Cruz virðist hafa hug á að leita annað - óháð því hvort liðið fellur eða ekki.

"Ég hef þegar gert mönnum það ljóst að ég vil fara til stærra félags með meiri metnað," sagði hann í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu.

Santa Cruz er 27 ára gamall og er sem stendur að jafna sig eftir hnéaðgerð. Hann kemur væntanlega ekki meira við sögu á leiktíðinni.

Santa Cruz lék áður með Bayern Munchen en sló í gegn eftir að hann gekk í raðir Blackburn á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×