Enski boltinn

Gylfi skoraði í tapi Crewe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Crewe er liðið tapaði á heimavelli, 2-1, fyrir Cheltenham í miklum fallslag í ensku C-deildinni.

Crewe er enn í öruggu sæti en ekki nema einu stigi frá fallsæti. Cheltenham er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Leeds vann 3-1 sigur á Tranmere í sömu deild í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×