Útilokar ekki að sýna bringuhárin aftur 28. apríl 2009 16:15 Giggs skorar markið fræga gegn Arsenal Nordic Photos/Getty Images Gamli refurinn Ryan Giggs hjá Manchester United spilar sinn 800. leik fyrir félagið ef hann kemur við sögu í Meistaradeildarleiknum gegn Arsenal annað kvöld. Giggs skoraði eitt sitt eftirminnilegasta mark í undanúrslitum enska bikarsins gegn Arsenal fyrir tíu árum síðan þegar hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og tryggði United sætan sigur. Hann útilokar ekki að endurtaka leikinn ef hann skorar gegn Arsenal í Meistaradeildinni nú. "Ég veit ekki hvort ég á að vera að halda svo mikið upp á þetta mark, því fólk man frekar eftir fagninu en markinu sjálfu," sagði Giggs. Hann fagnaði sólómarkinu sínu sem óður maður, klæddi sig úr treyjunni og veifaði henni fyrir ofan höfuð sér á sprettinum. Smelltu hér til að sjá markið fræga "Maður ræður ekki við sig á stundu sem þessari. Tilfinningarnar bera mann ofurliði þegar maður skorar svona mikilvægt mark. Ég var vanur að segja að ég myndi aldrei endurtaka svona, en maður veit aldrei," sagði þessi 35 ára gamli höfðingi. "Ef einhver hefði spurt mig að því þegar ég var nítján ára hvort ég teldi að ég myndi spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni þegar ég yrði 35 ára - hefði ég hiklaust neitað því," sagði Giggs. "Ég hef samt verið heppinn með að hafa góða leikmenn í kring um mig og svo hef ég passað vel upp á mig," sagði Walesverjinn. Hann gætir vel að mataræðinu og byrjaði að stunda jóga þegar hann var þrítugur. hann segir það hafa hjálpað sér mikið. "Ég var alltaf meiddur í aftanverðum lærum en það hefur hjálpað mér að iðka jóga. Ég er líka ekki eins fljótur og ég var og því meiðist ég síður," sagði Giggs. En hvernig fer hann að því að halda sér í röðum þeirra bestu þrátt fyrir að vera kominn hátt á fertugsaldurinn? "Maður verður að gera eitthvað í því þegar strákar eins og Rafael eru að spretta framhjá manni á æfingum. Það er leiðinlegt þegar það gerist, en þá verður maður líka bara að bæta sig," sagði Giggs. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Gamli refurinn Ryan Giggs hjá Manchester United spilar sinn 800. leik fyrir félagið ef hann kemur við sögu í Meistaradeildarleiknum gegn Arsenal annað kvöld. Giggs skoraði eitt sitt eftirminnilegasta mark í undanúrslitum enska bikarsins gegn Arsenal fyrir tíu árum síðan þegar hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og tryggði United sætan sigur. Hann útilokar ekki að endurtaka leikinn ef hann skorar gegn Arsenal í Meistaradeildinni nú. "Ég veit ekki hvort ég á að vera að halda svo mikið upp á þetta mark, því fólk man frekar eftir fagninu en markinu sjálfu," sagði Giggs. Hann fagnaði sólómarkinu sínu sem óður maður, klæddi sig úr treyjunni og veifaði henni fyrir ofan höfuð sér á sprettinum. Smelltu hér til að sjá markið fræga "Maður ræður ekki við sig á stundu sem þessari. Tilfinningarnar bera mann ofurliði þegar maður skorar svona mikilvægt mark. Ég var vanur að segja að ég myndi aldrei endurtaka svona, en maður veit aldrei," sagði þessi 35 ára gamli höfðingi. "Ef einhver hefði spurt mig að því þegar ég var nítján ára hvort ég teldi að ég myndi spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni þegar ég yrði 35 ára - hefði ég hiklaust neitað því," sagði Giggs. "Ég hef samt verið heppinn með að hafa góða leikmenn í kring um mig og svo hef ég passað vel upp á mig," sagði Walesverjinn. Hann gætir vel að mataræðinu og byrjaði að stunda jóga þegar hann var þrítugur. hann segir það hafa hjálpað sér mikið. "Ég var alltaf meiddur í aftanverðum lærum en það hefur hjálpað mér að iðka jóga. Ég er líka ekki eins fljótur og ég var og því meiðist ég síður," sagði Giggs. En hvernig fer hann að því að halda sér í röðum þeirra bestu þrátt fyrir að vera kominn hátt á fertugsaldurinn? "Maður verður að gera eitthvað í því þegar strákar eins og Rafael eru að spretta framhjá manni á æfingum. Það er leiðinlegt þegar það gerist, en þá verður maður líka bara að bæta sig," sagði Giggs.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira