Ekki lokahópur fyrir EM í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2009 07:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býr íslenska landsliðið undir EM í Austurríki. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira