Segir helstu fyrirheit leikskólaráðs svikin 2. desember 2009 03:15 Leikskólabörn Formaður leikskólaráðs sagði í bréfi í maí að hann hefði, í samræmi við aðgerðaáætlun borgarinnar, lagt megináherslu á að standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár, í áætlunum um niðurskurð hjá leikskólum. „Þetta hefur allt verið svikið,“ segir Edda Björk Þórðardóttir, úr starfshópi foreldra sem mótmælir niðurskurði á leikskólum. Í bréfi formannsins, Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, voru helstu fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir reifaðar. Þær voru til dæmis ódýrari innkaup og ræstingar. Síðan hafa foreldrar komist að því að engin opinber skilgreining sé til á grunnþjónustu. Það hefur núverandi formaður leikskólaráðs staðfest hér í blaðinu. Svo hefur stöðugildum verið fækkað og gjaldskrá hækkuð fyrir vistun umfram átta tíma, segir Edda Björk. Ekki sé hægt að standa vörð um innihaldslaust hugtak: „Það var ekkert hæft í þeirri fullyrðingu,“ segir hún. Í næsta atriði, um að verja störfin, hafi víst verið skorið niður: „Aðstoðarleikskólastjórum á tveggja til þriggja deilda leikskólum, sem gæti verið um helmingur skólanna, hefur verið sagt upp. Stöðugildum deildar-, verkefna- og sérkennslustjóra hefur víða verið sagt upp. Hver á að sinna þeirra hlutverki?“ spyr Edda Björk. Gjaldskráin, síðasta atriðið, var hækkuð 1. ágúst, þegar leikskólaráð samþykkti að „lækka framlag leikskólasviðs Reykjavíkurborgar vegna vistunar barna umfram átta klukkustundir á dag“ eins og segir í fundargerð. Hækkunin var samþykkt í sama mánuði og bréfið fór til foreldra. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem nú er í fæðingarorlofi frá starfi formanns ráðsins, segist hafa staðið við sitt. „Ég stend fast á því að ég hafi staðið við þetta. Við höfum farið yfir það í borgarstjórn að átta tímarnir séu grunnþjónustan og þess vegna er gjaldskrármálið utan þess,“ segir hún. Um störfin segir Þorbjörg: „Það voru of margir á hverjum leikskóla komnir í stjórnunarstöðu. Það er ekki verið að segja þeim upp heldur hefur starfsheitum verið sagt upp. Þetta hefur ekkert verið svikið.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Formaður leikskólaráðs sagði í bréfi í maí að hann hefði, í samræmi við aðgerðaáætlun borgarinnar, lagt megináherslu á að standa vörð um grunnþjónustu, störf og gjaldskrár, í áætlunum um niðurskurð hjá leikskólum. „Þetta hefur allt verið svikið,“ segir Edda Björk Þórðardóttir, úr starfshópi foreldra sem mótmælir niðurskurði á leikskólum. Í bréfi formannsins, Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, voru helstu fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir reifaðar. Þær voru til dæmis ódýrari innkaup og ræstingar. Síðan hafa foreldrar komist að því að engin opinber skilgreining sé til á grunnþjónustu. Það hefur núverandi formaður leikskólaráðs staðfest hér í blaðinu. Svo hefur stöðugildum verið fækkað og gjaldskrá hækkuð fyrir vistun umfram átta tíma, segir Edda Björk. Ekki sé hægt að standa vörð um innihaldslaust hugtak: „Það var ekkert hæft í þeirri fullyrðingu,“ segir hún. Í næsta atriði, um að verja störfin, hafi víst verið skorið niður: „Aðstoðarleikskólastjórum á tveggja til þriggja deilda leikskólum, sem gæti verið um helmingur skólanna, hefur verið sagt upp. Stöðugildum deildar-, verkefna- og sérkennslustjóra hefur víða verið sagt upp. Hver á að sinna þeirra hlutverki?“ spyr Edda Björk. Gjaldskráin, síðasta atriðið, var hækkuð 1. ágúst, þegar leikskólaráð samþykkti að „lækka framlag leikskólasviðs Reykjavíkurborgar vegna vistunar barna umfram átta klukkustundir á dag“ eins og segir í fundargerð. Hækkunin var samþykkt í sama mánuði og bréfið fór til foreldra. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem nú er í fæðingarorlofi frá starfi formanns ráðsins, segist hafa staðið við sitt. „Ég stend fast á því að ég hafi staðið við þetta. Við höfum farið yfir það í borgarstjórn að átta tímarnir séu grunnþjónustan og þess vegna er gjaldskrármálið utan þess,“ segir hún. Um störfin segir Þorbjörg: „Það voru of margir á hverjum leikskóla komnir í stjórnunarstöðu. Það er ekki verið að segja þeim upp heldur hefur starfsheitum verið sagt upp. Þetta hefur ekkert verið svikið.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira