Erlent

Feneyjar berjast við hafið

Óli Tynes skrifar
Markúsartorgið brúað.
Markúsartorgið brúað. Mynd/AP

Feneyjar eiga í eilífu stríði við hafið og eiga sjálfsagt ekki von á góðu ef spár um hækkun heimshafanna rætist.

Milljörðum og aftur milljörðum hefur verið varið til þess að verja borgina fyrir ágangi hafsins.

Flóð eru engu að síður algeng í borginni. Í gær var hásjávað mjög og vatnsdýpi í miðborginni var vel á annan metra.

Meðfylgjandi mynd var tekin á Markúsartorginu þegar verið var að leggja þar hlera til þess að fólk kæmist leiðar sinnar.

Margar stórfenglegar byggingar eru við Markúsartorgið og eftir hvert flóð fara mennn með öndina í hálsinum að skoða hvort eitthvað hafi skemmst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×