Innlent

Vetrarfærð og ófært um allt land

Víða er hált á vegum eða ófært.
Víða er hált á vegum eða ófært.

Vetrarfærð er um allt land og sumir vegir eru ófærir. Eftir að vind fór að hreyfa í gærkvöldi dró víða í skafla og þurfti lögreglan í Keflavík til dæmis að aðstoða fólk í nokkrum bílum á gamla varnarsvæðinu, þar sem fólkið sat fast í bílum sínum. Talsverð snjókoma var líka á Akureyri undir morgun og hálka er á öllum vegum landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×