Lofsöng Landsbankann og Icesave rúmu hálfu ári fyrir hrun Helga Arnardóttir. skrifar 5. júlí 2009 18:53 Davíð Oddsson er tvísaga um viðvaranir sínar um erlenda innstæðureikninga íslensku bankanna. Í Morgunblaðinu í dag segist hann ítrekað hafa sagt bankastjórum Landsbankans í fyrra að þeir gætu ekki endalaust safnað peningum erlendis með ríkisábyrgð. Í viðtali við breskan fréttamann á sama tíma lofsöng hann hins vegar Landsbankann og sparnaðarreikningana. Í Morgunblaðinu í dag segir Davíð að Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason bankastjórar Landsbankans hafi fundað með honum í Seðlabankanum snemma árs í fyrra þar sem þeir hafi reifað þau sjónarmið Landsbankans að ríkið bæri ábyrgð á Icesave skuldbindingunum bankans. Davíð segist hafa svarað því til að þeir gætu út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn en þeir hefðu ekkert leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn. Á þessum fundi hafi afstaða Seðlabankans verið ítrekuð að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi. En ekki virtist Davíð vera á sömu skoðun þegar hann ræddi við fréttamanninn Faisal Islam á bresku sjónvarpsstöðinni Channel four í febrúar í fyrra. Fréttamaðurinn skrifaði svo grein um ástandið sem birtist í tímaritinu Monocle í febrúar síðastliðnum eða nákvæmlega ári síðar og birti viðtal við Davíð um Icesave og Kaupthing Edge. Þar segir hann: innstæður eru öruggar aðallega í Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður fyrir 120 árum. Hann er virtur og gengur vel hér á landi og annars staðar. Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann. Í greininni segir að Davíð hafi þótt farsælla að afla fjár hjá venjulegum innstæðueigendum frekar en á markaði og segir: Ég held að íslenski bankar hafi áttað sig á því fyrir tveimur árum að þeir ættu að fara þá leið frekar en að endurfjármagna sig á markaði. Það var eðlilegra að gera slíkt með innlánum og það hefur gengið vel. Ég held að við ættum að hrósa þeim fyrir það en ekki refsa þeim. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Davíð Oddsson er tvísaga um viðvaranir sínar um erlenda innstæðureikninga íslensku bankanna. Í Morgunblaðinu í dag segist hann ítrekað hafa sagt bankastjórum Landsbankans í fyrra að þeir gætu ekki endalaust safnað peningum erlendis með ríkisábyrgð. Í viðtali við breskan fréttamann á sama tíma lofsöng hann hins vegar Landsbankann og sparnaðarreikningana. Í Morgunblaðinu í dag segir Davíð að Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason bankastjórar Landsbankans hafi fundað með honum í Seðlabankanum snemma árs í fyrra þar sem þeir hafi reifað þau sjónarmið Landsbankans að ríkið bæri ábyrgð á Icesave skuldbindingunum bankans. Davíð segist hafa svarað því til að þeir gætu út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn en þeir hefðu ekkert leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn. Á þessum fundi hafi afstaða Seðlabankans verið ítrekuð að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi. En ekki virtist Davíð vera á sömu skoðun þegar hann ræddi við fréttamanninn Faisal Islam á bresku sjónvarpsstöðinni Channel four í febrúar í fyrra. Fréttamaðurinn skrifaði svo grein um ástandið sem birtist í tímaritinu Monocle í febrúar síðastliðnum eða nákvæmlega ári síðar og birti viðtal við Davíð um Icesave og Kaupthing Edge. Þar segir hann: innstæður eru öruggar aðallega í Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður fyrir 120 árum. Hann er virtur og gengur vel hér á landi og annars staðar. Ég myndi ekki segja annað en að það væri góð ákvörðun að nýta sér þá möguleika að leggja sparifé sitt inn í Landsbankann. Í greininni segir að Davíð hafi þótt farsælla að afla fjár hjá venjulegum innstæðueigendum frekar en á markaði og segir: Ég held að íslenski bankar hafi áttað sig á því fyrir tveimur árum að þeir ættu að fara þá leið frekar en að endurfjármagna sig á markaði. Það var eðlilegra að gera slíkt með innlánum og það hefur gengið vel. Ég held að við ættum að hrósa þeim fyrir það en ekki refsa þeim.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira