Að glata fjöregginu 13. mars 2009 06:30 Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú á sér stað um Ísland og Evrópusambandið (ESB) í aðdraganda kosninga minnir á söguna um Hlin kóngsson og skessurnar tvær sem léku sér að fjöregginu. Fjöreggið var þeirrar náttúru gert að það geymdi lífskraft skessanna og var þeim því ákaflega dýrmætt. Ef það brotnaði myndi krafturinn hverfa frá þeim. En skessurnar höfðu það að leik að kasta á milli sín fjöregginu þegar þeim leiddist við veiðar, svona til að stytta sér stundir. Hlinur kóngsson átti þess vegna hægt með að brjóta eggið og ná þannig til sín kóngsdótturinni og auðæfum skessanna. Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar. Fullveldið glataðist fyrst á Þingvöllum árið 1262 eftir upplausnarár. Þá fólum við erlendu valdi að gæta fjöreggsins. Eftir það dró hægt og bítandi úr okkur lífskraftinn, öld eftir öld. Auðvitað var einnig um að kenna erfiðri náttúru, hörðum vetrum, eldgosum og pestum. En af því að fjöreggið var ekki á okkar eigin hendi vorum við varnarlítil og úrræðalaus. Og lífskraftinn skorti. Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru almennilega að gera sér grein fyrir þessu. Þá var gangan löng og erfið enda við orðin hluti af danska ríkinu að mati þeirra sem fólu fjöreggið í höndum hins erlenda valds. En þegar okkur tókst að fá það á ný í hendur óx okkur afl, fyrst árið 1918, jafnvel í kreppunni 1930 og með lýðveldinu árið 1944. Auðvitað gekk á ýmsu, sigrum og ósigrum, en grundvöllur framfara alla tuttugustu öldina var fjöreggið okkar sem við höfðum endurheimt, fullveldið og frelsið til að stýra eigin málum. Með fullveldið að vopni færðum við út landhelgina gegn herveldum Evrópu gömlu, beisluðum orkulindirnar, efldum fræðslu og skóla, heilbrigði og atvinnu. Undanfarinn áratug og ef til vill lengur höfum við setið eins og skessurnar og leikið okkur að fjöregginu. „Athafnaskáldin" hæddust að því og talað var um að best væri að losa sig við það, taka upp ensku, leggja niður íslenska bændastétt, gefa auðvaldinu lausan tauminn því heimurinn væri leikvöllur útrásarvíkinganna. Og þó allt sé nú hrunið og þó í ljós hafi komið að draumar víkinganna og forystumanna okkar voru ekkert annað en martraðir, þá halda menn áfram að leika sér að fjöregginu. Margir virðast trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að brjóta fjöreggið eða fela það erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins á liðnu hausti þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Örugglega ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga. Það tók 400 ár að koma hér á einveldi síðast. Evrópa hefur nægan tíma. Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því. Höfundur er talsmaður L-lista.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun