Erlent

Fólk fætt fyrir 1918 ónæmt fyrir flensunni?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Svínaflensuveiran.
Svínaflensuveiran.

Hugsanlegt er að eingöngu þeir, sem fæddir eru fyrir 1918, séu ónæmir fyrir svínaflensunni. Þar er um að ræða þá sem voru uppi þegar spænska veikin svokallaða fór um heimsbyggðina en hún var einnig inflúensa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum háskólans í Tókýó í Japan. Bandaríska farsóttarstofnunin hafði áður sett fram þá kenningu að fólk eldra en sextugt væri ónæmt fyrir svínaflensunni en japanska blaðið Yomiuri Shimbun segir niðurstöður Japananna nú benda til þess að eingöngu þeir sem komnir eru yfir nírætt og voru uppi árið 1918 séu ónæmir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×