Innlent

Birgitta Jónsdóttir: Óbein kúgun

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Mynd/GVA

„Ég held að AGS hefði aldrei getað sagt að hann myndi ekki veita okkur lánið út af Ice-save af því að þá hefði verið ljóst að verið væri að misbeita sjóðnum," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingar, um frestun endurskoðunar AGS á málefnum Íslands. Henni finnst sjóðurinn óbeint vera að kúga okkur til þess að taka við skuldbindingum sem við getum ekki staðið undir eins og stendur.

„Það er kominn tími til að hætta þessum pólitíska leik og leggja spilin á borðið. Við þolum ekki meira af þessu sem þjóð. Ef ríkisstjórninni var svona mikið í mun að samþykkja Icesave-samninginn þá skil ég ekki af hverju þau frestuðu þingfundum í næstu viku og létu þetta hanga í lausu lofti," segir Birgitta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×