Innlent

Ný ríkisstjórn líklega mynduð í dag

Frá flokksráðsfundi VG í morgun. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, í pontu.
Frá flokksráðsfundi VG í morgun. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, í pontu. Mynd/Sigurjón
Nú stendur yfir flokksráðsfundur Vinstri grænna á Grand Hótel í Reykjavík en fundurinn mun taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar á Hótel Sögu klukkan eitt.

Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum kynnt síðar í dag og er fastlega búist við því að í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem formlega stjórnarskipti fara fram.

Formenn flokkanna funduðu með þingmönnum í gær til að leggja lokahönd á stjórnarsáttmálann sem hefur verið tæpar tvær vikur í smíðum. Ekki liggur fyrir hvernig ráðuneytum verðum skipt milli flokkanna en líklegt er að einhver ráðuneyti verði sameinuð og nýir menn komi inn. Árni Páll Árnason, Svandís Svavarsdóttir og Jón Bjarnason hafa verið nefnd í því samhengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×