Erlent

Nýtt iPod-hálsbindi á markað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er gripurinn.
Þetta er gripurinn.

Breski skyrtuframleiðandinn Thomas Pink hefur hannað sérstakt iPod-hálsbindi fyrir fólk sem er orðið þreytt á að vera með alla vasa fulla af farsímum, lyklum, veskjum og öðru dóti sem almennt er í vösum, þar með talið iPod-spilurum. Nýja bindið er með litlum vasa að innanverðu sem dæmigerður iPod-spilari smýgur ofan í og snúran fyrir heyrnartólin liggur svo frá bindinu og í eyru viðkomandi en sést ekki nema rétt lokaspölinn upp í eyru. Kjörið í lestina eða strætisvagninn enda kallast bindið The Commuter Tie sem þýða mætti samgöngubindið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×