Innlent

Pattstaða í makrílviðræðum

Íslensku skipin fá 130 þúsund tonna makrílkvóta á næsta ári sem er ákveðinn með einhliða ákvörðun Íslendinga. Fréttablaðið/Óskar
Íslensku skipin fá 130 þúsund tonna makrílkvóta á næsta ári sem er ákveðinn með einhliða ákvörðun Íslendinga. Fréttablaðið/Óskar
Fundi strandríkja um stjórn makrílveiða á árinu 2010 var slitið í Edinborg í síðustu viku án þess að niðurstaða næðist. Greint var frá þessu í vefútgáfu norska dagblaðsins VG. Þar er haft eftir fulltrúum norska sjávarútvegsráðuneytisins að andrúmsloftið á fundinum hafi verið erfitt og markast af deilum Norðmanna og Evrópusambandsins um veiðirétt þeirra fyrrnefndu innan lögsögu ESB. Fyrsti fundur deiluaðila í Bergen var árangurslaus.

Sjávarútvegsráðherra gaf nýlega út reglugerð um makrílveiðar Íslendinga á næsta ári, þar sem heimilt er að veiða 130 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, fagnar þeirri ákvörðun eins og kemur fram á heimasíðu samtakanna.

„Sem fyrr er strandríkisréttur Íslands hunsaður og við útilokuð frá þátttöku í stjórn veiðanna þrátt fyrir skýlausan rétt okkar þar um. Það var því mjög mikilvægt að tilkynna um áætlaðan afla okkar fyrir fundinn. Þannig geta þessir aðilar tekið tillit til hans við ákvörðun um afla sinn á næsta ári og tryggt að heildarveiðin verði innan marka.“

- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×