Innlent

Veiða síld ofan á olíulindum Drekasvæðisins

Vilhelm Þorsteinsson er eitt þeirra skipa sem er á veiðum. Mynd/ Kristján Kristjánsson.
Vilhelm Þorsteinsson er eitt þeirra skipa sem er á veiðum. Mynd/ Kristján Kristjánsson.

Átta síldveiðiskip eru nú að veiðum á Drekasvæðinu. Þrjú þeirra, Hákon, Börkur og Huginn, eru norðaustarlega í svæðinu á sömu slóðum og olíulindir eru taldar vera undir hafsbotni.

Þá eru fimm skip við suðvesturmörk Drekasvæðisins, Lundey, Vilhelm Þorsteinsson, Margrét, Álfsey og Birtingur, og sagði skipstjóri Margrétar fyrir stundu að þar væri kropp. Þá eru fjögur skip ýmist við löndun eða á leið til eða frá löndunarhöfnum, en það eru Ásgrímur Halldórsson, Jóna Eðvalds, Faxi og Bjarni Ólafsson, sem landaði 500 tonnum í Neskaupstað í nótt sem fara í frystingu.

Þangað hafa borist milli 4.000 og 5.000 tonn frá því síldveiðararnar hófust fyrir viku, að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra hjá Síldarvinnslunnni. Hann segir þetta góða búbót fyrir vinnsluna og ágætis verð fáist fyrir síldina og hún sé að seljast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×