Hver læknir á Landspítala kostar 1,1 milljón á mánuði 23. desember 2009 01:00 Landspítali Sjúkrahúslæknar kosta minna en sérfræðingar á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Launakostnaður ríkisins vegna hvers læknis í fullu starfi á Landspítalanum var að meðaltali rúmlega 1,1 milljón á mánuði á síðasta ári. Kostnaður Landspítalans við hvert stöðugildi hjúkrunarfræðings var 641.000 krónur á mánuði. Hver sjúkraliði kostar Landspítalann 500 þúsund krónur á mánuði í laun og launatengd gjöld. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þar er birt meðfylgjandi tafla um launakostnað vegna fjölmennustu stétta heilbrigðisstarfsfólks á Landspítala og öðrum sjúkrahúsum á svæðinu. Launakostnaður vegna hvers læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er 1.476 þúsund krónur á mánuði. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ var kostnaðurinn 1.678 krónur á stöðugildi, 1.161 þúsund á Akranesi en 609.000 krónur á mánuði á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Samanburður milli St. Jósefsspítala og annarra sjúkrahúsa er þó ómarktækur, segir í skýrslunni. Þar byggir meðaltalið nær eingöngu á greiðslum til unglækna. Meðaltalsgreiðslur til sérfræðilækna á St. Jósefsspítala eru hins vegar 2,2 milljónir króna á mánuði. Sérfræðingar á St. Jósefsspítala eru almennt verktakar en ekki launamenn, sem taka laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands, eins og aðrir sjúkrahúslæknar. „Launakostnaður lækna á [St. Jósefsspítala] byggist því [fyrst og fremst] á dagvinnu í verktöku en launakostnaður lækna á hinum stofnununum felur því í sér vaktagreiðslur auk launatengdra gjalda,“ segir í skýrslunni. Í þeim tölum sem raktar hafa verið hér að ofan eru innifalin launatengd gjöld. Þau eru yfirleitt um tuttugu prósent af fjárhæðinni, en geta verið nokkuð breytileg eftir því hvaða stéttarfélög eiga í hlut. Að auki bætast tvö prósent við þegar launþegi greiðir séreignarsparnað í lífeyrissjóð. Heildarlaun meðallæknis úr hópi þeirra 485 lækna sem starfa á Landspítalanum gæti numið 862.000 krónur á mánuði, greiði hann í séreignarsparnað til lífeyrissjóðs þótt launakostnaður sjúkrahússins sé 1.106 þúsund krónur að meðaltali. peturg@frettabladid.is Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Launakostnaður ríkisins vegna hvers læknis í fullu starfi á Landspítalanum var að meðaltali rúmlega 1,1 milljón á mánuði á síðasta ári. Kostnaður Landspítalans við hvert stöðugildi hjúkrunarfræðings var 641.000 krónur á mánuði. Hver sjúkraliði kostar Landspítalann 500 þúsund krónur á mánuði í laun og launatengd gjöld. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þar er birt meðfylgjandi tafla um launakostnað vegna fjölmennustu stétta heilbrigðisstarfsfólks á Landspítala og öðrum sjúkrahúsum á svæðinu. Launakostnaður vegna hvers læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi er 1.476 þúsund krónur á mánuði. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ var kostnaðurinn 1.678 krónur á stöðugildi, 1.161 þúsund á Akranesi en 609.000 krónur á mánuði á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Samanburður milli St. Jósefsspítala og annarra sjúkrahúsa er þó ómarktækur, segir í skýrslunni. Þar byggir meðaltalið nær eingöngu á greiðslum til unglækna. Meðaltalsgreiðslur til sérfræðilækna á St. Jósefsspítala eru hins vegar 2,2 milljónir króna á mánuði. Sérfræðingar á St. Jósefsspítala eru almennt verktakar en ekki launamenn, sem taka laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands, eins og aðrir sjúkrahúslæknar. „Launakostnaður lækna á [St. Jósefsspítala] byggist því [fyrst og fremst] á dagvinnu í verktöku en launakostnaður lækna á hinum stofnununum felur því í sér vaktagreiðslur auk launatengdra gjalda,“ segir í skýrslunni. Í þeim tölum sem raktar hafa verið hér að ofan eru innifalin launatengd gjöld. Þau eru yfirleitt um tuttugu prósent af fjárhæðinni, en geta verið nokkuð breytileg eftir því hvaða stéttarfélög eiga í hlut. Að auki bætast tvö prósent við þegar launþegi greiðir séreignarsparnað í lífeyrissjóð. Heildarlaun meðallæknis úr hópi þeirra 485 lækna sem starfa á Landspítalanum gæti numið 862.000 krónur á mánuði, greiði hann í séreignarsparnað til lífeyrissjóðs þótt launakostnaður sjúkrahússins sé 1.106 þúsund krónur að meðaltali. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira