Handbolti

Kiel tapaði óvænt og missti toppsætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð var ekki sáttur í kvöld.
Alfreð var ekki sáttur í kvöld.

Íslendingaliðið Kiel missti í kvöld toppsæti sitt í þýska handboltanum í ansi langan tíma. Liðið tapaði þá sínum fyrsta leik í vetur og það gegn Balingen sem er ekki sérstaklega hátt skrifað.

Lokatölur 39-37 fyrir Balingen sem er í 15. sæti deildarinnar. Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel.

HSV nýtti sér tækifærið og lagði Hannover að velli á sama tíma, 25-31. HSV er því stigi fyrir ofan Kiel í toppsæti deildarinnar.

Hannes Jón Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Hannover í leiknum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×