Gagnrýna að ríkið taki lán hjá stóriðju 23. desember 2009 03:00 álver „Ég kæri mig ekki um að ríkið taki lán hjá stórfyrirtækjum eins og Rio Tinto,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, þegar þingmenn fjölluðu um áætlaða fyrirframgreiðslu stóriðjufyrirtækja af framtíðarsköttum næstu þrjú ár. Fréttablaðið/JSE Ein furðulegasta lagasetning seinni tíma, var einkunn sem Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja á árunum 2010-2012, sem varð að lögum frá Alþingi í gær. „Hér er verið að taka lán hjá stóriðjunni,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef hvergi heyrt um þjóð sem tekur lán hjá stórfyrirtækjum, stórnotendum orkufyrirtækja, og kallar það skatta.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir því að álverin í Straumsvík, Reyðarfirði og Hvalfirði, ásamt Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, greiði 1.200 milljónir króna á ári til ríkisins næstu þrjú ár og gangi þær greiðslur upp í skatta fyrirtækjanna fyrir árin 2013-2018. „Þarna er verið að taka veð í tekjum framtíðarinnar,“ sagði Vigdís. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu til skammar og VG taki með þessu þátt í að festa stóriðjufyrirtækin í sessi til ársins 2018. „Hér er um blekkingarleik að ræða þar sem verið er að reyna að fóðra það að lán séu skatttekjur,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að ekki hefði verið hægt að leggja umhverfis- og orkuskatta á stóriðjufyrirtækin vegna sérstakra samninga þeirra við ríkisvaldið. „Þetta var niðurstaðan,“ sagði Árni Þór. Gagnrýnt var að fyrirtækin greiði ríkinu í krónum, sem nóg sé til af í landinu. Endurgreiðslan verði hins vegar tryggð miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þarna væri ríkið að taka gengislán í krónum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ekkert athugavert við að nota uppgjörsmynt fyrirtækjanna þegar uppgjör þessa máls fari fram. „Hér er um stærra samkomulag að ræða, sem óhjákvæmilegt var að ná fram ef ætti að koma við þeirri skattlagningu á stórnotendur orku, sem er orðin að veruleika,“ sagði Steingrímur. „Þar er um hærri fjárhæðir að ræða, sem eru beinar tekjur ríkisins á næstu þremur árum.“ Steingrímur sagði ríkið muna um þessar tekjur: „Þetta er engin óskaniðurstaða en þannig leit pakkinn út,“ sagði hann. peturg@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ein furðulegasta lagasetning seinni tíma, var einkunn sem Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja á árunum 2010-2012, sem varð að lögum frá Alþingi í gær. „Hér er verið að taka lán hjá stóriðjunni,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef hvergi heyrt um þjóð sem tekur lán hjá stórfyrirtækjum, stórnotendum orkufyrirtækja, og kallar það skatta.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir því að álverin í Straumsvík, Reyðarfirði og Hvalfirði, ásamt Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, greiði 1.200 milljónir króna á ári til ríkisins næstu þrjú ár og gangi þær greiðslur upp í skatta fyrirtækjanna fyrir árin 2013-2018. „Þarna er verið að taka veð í tekjum framtíðarinnar,“ sagði Vigdís. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar séu til skammar og VG taki með þessu þátt í að festa stóriðjufyrirtækin í sessi til ársins 2018. „Hér er um blekkingarleik að ræða þar sem verið er að reyna að fóðra það að lán séu skatttekjur,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að ekki hefði verið hægt að leggja umhverfis- og orkuskatta á stóriðjufyrirtækin vegna sérstakra samninga þeirra við ríkisvaldið. „Þetta var niðurstaðan,“ sagði Árni Þór. Gagnrýnt var að fyrirtækin greiði ríkinu í krónum, sem nóg sé til af í landinu. Endurgreiðslan verði hins vegar tryggð miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þarna væri ríkið að taka gengislán í krónum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ekkert athugavert við að nota uppgjörsmynt fyrirtækjanna þegar uppgjör þessa máls fari fram. „Hér er um stærra samkomulag að ræða, sem óhjákvæmilegt var að ná fram ef ætti að koma við þeirri skattlagningu á stórnotendur orku, sem er orðin að veruleika,“ sagði Steingrímur. „Þar er um hærri fjárhæðir að ræða, sem eru beinar tekjur ríkisins á næstu þremur árum.“ Steingrímur sagði ríkið muna um þessar tekjur: „Þetta er engin óskaniðurstaða en þannig leit pakkinn út,“ sagði hann. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira