Erlent

Yfirheyra grunaðan al Qaeda-liða í Denver

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríska alríkislögreglan FBI yfirheyrir nú rúmlega tvítugan mann í Denver í Colorado en hann er talinn tengjast hópi á vegum al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í New York sem lögreglan handtók í byrjun vikunnar. Maðurinn í Colorado vinnur á flugvellinum í Denver en gögn sem fundust í híbýlum mannanna í New York eru talin benda til þess að um samvinnu þessara aðila sé að ræða og hafi þeir hugsanlega lagt á ráðin um einhvers konar hryðjuverk. Nýleg heimsókn mannsins í Colorado til New York er talin styrkja þann grun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×