Erlent

Burt Reynolds í meðferð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Burt Reynolds.
Burt Reynolds. MYND/Getty Images

Leikarinn Burt Reynolds er kominn inn á meðferðarstofnun í þeim tilgangi að reyna að venja sig af sterkum verkjalyfjum sem hann ánetjaðist í kjölfar skurðaðgerðar á baki, sem hann gekkst undir á dögunum. Umboðsmaður Reynolds segir að leikarinn vonist til þess að setja gott fordæmi með þessu og hvetja aðra, sem eiga í svipuðum vanda, til þess að leita sér aðstoðar fagmanna í stað þess að reyna að sigrast á vandanum sjálfir. Leikferill Reynolds hófst árið 1961 og voru kvikmyndirnar Smokey and the Bandit og Cannonball Run meðal þekktustu verka hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×