Erlent

Anna Frank daðraði við stráka og skipti stöðugt um hárgreiðslu

Anna Frank.
Anna Frank.
„Hún sagði sögur, daðraði svívirðilega mikið við stráka og var sífellt að skipta um hárgreiðslu." Þessi lýsing gæti átti við hvaða unglinsstúlku sem ólst upp í Evrópu. En svona er það sem Eva Schloss man eftir æskuvinkonu sinni Önnu Frank, sem hefði fagnað áttatíu ára afmæli sínu í þessari viku ef hún hefði ekki látið lífið í útrýmingarbúðum nasista.

Schloss lýsir Önnu, sem hélt dagbók á meðan hún faldi sig fyrir nasistum og er líklega ein mest lesna bók allra tíma, sem hressri ungri skólastúlku sem hafði mikinn metnað fyrir því að segja sögur. Það hafi hinsvegar oftar en ekki komið henni í vandræði.

„Hún talaði mikið og hún var kölluð fröken Quack Quack. Mjög oft þurfti hún að skrifa hundruðum sinnum, Ég ætla ekki að tala svona mikið, á töfluna í skólanum, hún hafði því alltaf mikið að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×