Erlent

Skemmdarverk á olíuleiðslum í Nígeríu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP/Getty Images

Þrjár tilraunir voru gerðar til að vinna skemmdarverk á olíuleiðslum Royal Dutch Shell í austurhluta Nígeríu í gær. Ráðist var á leiðslurnar fjarri næstu mannabústöðum sem torveldaði rannsókn málsins nokkuð og er enn ekki vitað hve mikið tjón var unnið. Talsmaður Shell vildi ekki gefa neitt upp um það hverjir taldir væru bera ábyrgð á skemmdarverkunum en hreyfingin MEND, hópur nígerískra aðskilnaðarsinna, segist hafa gert árás á olíuborpall úti fyrir ströndum landsins fyrr um daginn og kveikt í honum. Talsmaður Shell kannaðist ekki við að það hefði gerst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×