Innlent

Hátt í 600 íbúðir komnar í eigu lánastofnana

Lánastofnanir eiga nú fjölda fasteigna. Mynd/ GVA.
Lánastofnanir eiga nú fjölda fasteigna. Mynd/ GVA.
Bankarnir og Íbúðalánasjóður eiga 575 íbúðir og íbúðarhús í dag. Áætlað verðmæti þessara eigna er um 10 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Það er nýi Landsbankinn sem á flestar íbúðir af gömlu bönkunum þremur, eða 111. Þá á Íslandsbanki 77 íbúðir og Arion banki 69. Bankarnir hafa stofnað eignaumsýslufélög sem halda utan um eignir sem þeir hafa eignast. Þessi félög eiga einnig nokkur hundruð þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði.

Dótturfélag Landsbankans, Reginn, á um 150 þúsund fermetra, t.a.m. Smáralind og Egilshöll. Landfestar, dótturfélag Arion, eiga um 75 þúsund fermetra, m.a. Borgartún 21 þar sem Íbúðalánasjóður, Lín og fleiri stofnanir eru til húsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×