Erlent

Tiger tekur frí frá atvinnumennsku

Golfarinn knái, Tiger Woods.
Golfarinn knái, Tiger Woods.
Golfarinn heimsþekkti Tiger Woods hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá atvinnumennskunni í golfi til að sinna vandamálum í einkalífinu.

Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu hans viðurkennir Tiger að hafa verið ótrúr konu sinni og segist meðvitaður um þau vonbrigði sem það hafi valdið fjölskyldu sinni. Tiger vill reyna að vinna í sínum málum með fjölskyldunni og biður um frið til þess.

Nike, stærsti stuðningsaðili Tiger, hefur lýst yfir að fyrirtækið ætli áfram að styðja við bakið á Tiger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×