Innlent

Hefur vonandi lært eitthvað af Christie

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fölsk nóta kom út í október. Mynd/ Valgarður
Fölsk nóta kom út í október. Mynd/ Valgarður
„Ég vona að ég hafi lært eitthvað af henni," segir Ragnar Jónasson, lögfræðingur og rithöfundur, í samtali við breska vefinn Crime Time. Ragnar, sem er 33 ára gamall, hefur þýtt Agöthu Christie bækur allt frá því að hann var í menntaskóla en fyrsta skáldsaga hans, Fölsk nóta, kom út fyrir þessi jól.

Ragnar segir í viðtalinu að hann leggi áherslu á að hafa endann í bókinni óvæntan. Jafnframt leggi hann áherslu á blekkingar og dularfullar persónur. Hins vegar lýsi bókin jafnframt þroskasögu ungs manns í leit að föður sínum.

Í greininni á Crime Time segir að bók Ragnars hafi fengið ágæta dóma, þar sem oft sé minnst á vel spunnin söguþráð. Í sumum þeirra sé minnst á mildari tón en í eldri íslenskum glæpasögum. Þar blandist nýtt verkvit við gamalt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×