Erlent

Breskt herskip tók 750 kíló af kókaíni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kókaínpakkningar.
Kókaínpakkningar.

Herskip á vegum konunglega sjóhersins breska stöðvaði smyglskip undan strönd Suður-Ameríku í byrjun vikunnar og lagði áhöfnin hald á um 750 kíló af kókaíni, sem að öllum líkindum var á leið til Bandaríkjanna. Breska herskipið var þarna statt vegna alþjóðlegs átaks gegn kókaínsmygli frá Suður-Ameríku og leikur bandaríska strandgæslan veigamikið hlutverk í því. Reiknað er með því að götuverðmæti farmsins, sem nú var tekinn, sé nálægt sjö milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×