Þýska handboltalandsliðið er í erfiðasta riðlinum á Evrópumótinu í Austurríki á næsta ári samkvæmt þjálfar liðsins. Þjóðverjar mæta Svíum, Pólverjum og Slóvenum í C-riðli.
"Við erum klárlega í erfiðasta riðlinum í keppninni. Þetta er stórkostleg áskorun fyrir liðið. Eftir þetta getum við séð hvar við stöndum og hvar við erum. Þetta verður opinn riðill. Hann er stórhættulegur," sagði Heiner Brand, þjálfari liðsins.
Riðlarnir á EM í Austurríki:
A-riðill (Graz):
Króatía
Rússland
Noregur
Úkraína
B-riðill (Linz):
Danmörk
Ísland
Austurríki
Serbía
C-riðill (Innsbrück):
Þýskaland
Svíþjóð
Pólland
Slóvenía
D-riðill (Wiener Neustadt):
Frakkland
Spánn
Ungverjaland
Tékkland