Innlent

Íbúum fjölgar en afbrotum fækkar

Stefán Eiríksson lögreglustjóri
Stefán Eiríksson lögreglustjóri

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út skýrslu um afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 þar sem meðal annars kemur fram að skráðum afbrotum á svæðinu hefur fækkað á sama tíma og íbúum hefur fjölgað. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að ofbeldisbrotum hafi hinsvegar fjölgað nokkuð sem sé áhyggjuefni. Flest ofbeldisbrota eru framin í tengslum við skemmtanalíf í miðborg Reykjavíkur um helgar.

„Skráðum afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkar á árinu 2007 á sama tíma og íbúum á svæðinu hefur fjölgað um tæp fimm prósent. Stafar þessi fækkun fyrst og fremst af mikill fækkun auðgunarbrota, þar á meðal innbrota. Ofbeldisbrotum fjölgar hins vegar nokkuð og er það áhyggjuefni," segir Stefán í inngangi að skýrslunni.

„Upplýsingar í skýrslunni leiða það einnig í ljós að stór hluti ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu er framinn á afmörkuðum stað og á afmörkuðum tíma, það er í tengslum við skemmtanalíf í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. Fram kemur einnig í skýrslunni að það dregur úr öryggistilfinningu íbúa höfuðborgarsvæðisins í miðborginni," segir ennfremur.

Hann nefnir einnig að lögreglan hafi mótað tillögur sem sendar hafa verið borgaryfirvöldum sem miða að því að fækka ofbeldisbrotum og öðrum brotum í miðborginni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×