Innlent

Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur

Fimm manns voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans eftir harðann árekstur þriggja bíla á Vesturlandsvegi á móts við Grundarhverfi á Kjalarnesi laust fyrir klukkan átta í morgun.

Engin þeirra mun vera alvarlega slasaður. Veginum var lokað og umferð beint um Kjósarskarð á meðan björgunarlið var að athafna sig á vettvangi, en búið er að opna veginn á ný. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×