Erlent

Bretar skila kaupleigubílum í hrönnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Topnews.com

Nýlegum glæsivögnum sem falla undir svokallaða kaupleigusamninga er nú skilað unnvörpum um allt Bretland. Ástæðan er að kaupendurnir óttast að við lok samningstímans, þegar kemur að svokallaðri lokagreiðslu, sitji þeir uppi með bíl sem er mun verðminni en nemur lokagreiðslunni sem byggir á áætluðu verðmæti bílsins eins og það var þegar samningurinn var gerður.

Dæmi eru um að bíll, sem samkvæmt upphaflegum samningi kostaði 3,3 milljónir króna, sé nú kominn niður í tæpar 2,3 milljónir en lokagreiðsla kaupanda skal þó miðast við fyrrnefnda verðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×