Enn er óánægja hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins 6. janúar 2009 06:00 Urgur er í mörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins vegna niðurskurðar hjá stofnuninni. .fréttablaðið/gva Töluverðrar óánægju gætir meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins. Stofnunin hefur þurft að ganga í gegnum erfiðan niðurskurð. Margir starfsmenn telja hins vegar að viðbrögð yfirstjórnar sýni lítil tengsl við starfsfólkið og skort á skilningi á eðli starfseminnar. Í haust voru fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps sameinaðar. Nokkurrar bjartsýni gætti með þá ráðstöfun og sáu margir tækifæri í henni. Heimildir Fréttablaðsins herma að fréttamönnum finnist sameiningunni hins vegar ekki hafa verið fylgt nógu vel eftir. Gallarnir við hana séu meira áberandi en kostirnir. Það feli í sér að möguleikar miðlanna séu ekki nýttir sem skyldi. Útvarpsfréttamenn, sem eru óvanir því að myndskreyta fréttir sínar, nýti miðilinn ekki eins og hægt væri. Þá séu sjónvarpsfréttamenn óvanir að hugsa í myndlausum fréttum. Ekki hafi verið gert nóg í að þjálfa fréttamenn upp í að nota nýja miðla. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ánægju með sameiningu fréttastofanna. Hins vegar hafi ytri aðstæður haft áhrif á innleiðingartímabil. „Skömmu eftir sameiningu hrundi bankakerfið og allt fór á hvolf hjá öllum fréttastofum. Fyrir vikið gafst starfsmönnum ekki eins mikill tími til að tileinka sér nýja tækni. En í því er meiri ögrun fólgin og starfsmenn hafa höndlað þetta vel." Skera þurfti starfsemi RÚV töluvert niður, ekki síst þar sem ríkisvaldið hafði ekki skilað þeim fjármunum sem gert hafði verið ráð fyrir í samningum. Sumum þykir útfærslan ekki bera vott um þekkingu og skilning á hlutverki stofnunarinnar. Sem dæmi er tekið að samningum við verktaka var að mestu leyti sagt upp og þýðir það að leita verður meira í það efni sem stofnunin á fyrir. Á sama tíma hefur verið fækkað á verkstæði því sem heldur utan um þann tækjabúnað sem þarf til að hægt sé að spila gamla efnið. Launamál stofnunarinnar hafa verið nokkuð í umræðunni og síst jókst ánægja þegar starfsmenn þurftu að taka á sig launalækkun. Starfsmönnum með langan starfsaldur að baki finnst þeir bera lítið úr býtum fyrir vinnu sína. Páll segir að eðlilegt sé að óánægja sé með niðurskurð, launalækkun og uppsagnir. „Ég hlusta á kvartanir yfir því og skil. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinar tillögur að annarri útfærslu um niðurskurð hjá okkur." kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Töluverðrar óánægju gætir meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins. Stofnunin hefur þurft að ganga í gegnum erfiðan niðurskurð. Margir starfsmenn telja hins vegar að viðbrögð yfirstjórnar sýni lítil tengsl við starfsfólkið og skort á skilningi á eðli starfseminnar. Í haust voru fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps sameinaðar. Nokkurrar bjartsýni gætti með þá ráðstöfun og sáu margir tækifæri í henni. Heimildir Fréttablaðsins herma að fréttamönnum finnist sameiningunni hins vegar ekki hafa verið fylgt nógu vel eftir. Gallarnir við hana séu meira áberandi en kostirnir. Það feli í sér að möguleikar miðlanna séu ekki nýttir sem skyldi. Útvarpsfréttamenn, sem eru óvanir því að myndskreyta fréttir sínar, nýti miðilinn ekki eins og hægt væri. Þá séu sjónvarpsfréttamenn óvanir að hugsa í myndlausum fréttum. Ekki hafi verið gert nóg í að þjálfa fréttamenn upp í að nota nýja miðla. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ánægju með sameiningu fréttastofanna. Hins vegar hafi ytri aðstæður haft áhrif á innleiðingartímabil. „Skömmu eftir sameiningu hrundi bankakerfið og allt fór á hvolf hjá öllum fréttastofum. Fyrir vikið gafst starfsmönnum ekki eins mikill tími til að tileinka sér nýja tækni. En í því er meiri ögrun fólgin og starfsmenn hafa höndlað þetta vel." Skera þurfti starfsemi RÚV töluvert niður, ekki síst þar sem ríkisvaldið hafði ekki skilað þeim fjármunum sem gert hafði verið ráð fyrir í samningum. Sumum þykir útfærslan ekki bera vott um þekkingu og skilning á hlutverki stofnunarinnar. Sem dæmi er tekið að samningum við verktaka var að mestu leyti sagt upp og þýðir það að leita verður meira í það efni sem stofnunin á fyrir. Á sama tíma hefur verið fækkað á verkstæði því sem heldur utan um þann tækjabúnað sem þarf til að hægt sé að spila gamla efnið. Launamál stofnunarinnar hafa verið nokkuð í umræðunni og síst jókst ánægja þegar starfsmenn þurftu að taka á sig launalækkun. Starfsmönnum með langan starfsaldur að baki finnst þeir bera lítið úr býtum fyrir vinnu sína. Páll segir að eðlilegt sé að óánægja sé með niðurskurð, launalækkun og uppsagnir. „Ég hlusta á kvartanir yfir því og skil. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinar tillögur að annarri útfærslu um niðurskurð hjá okkur." kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira