Erlent

Geimferðir boðnar til sölu

Branson kynnti SpaceShipTwo í Los Angeles í gær.
fréttablaðið/AP
Branson kynnti SpaceShipTwo í Los Angeles í gær. fréttablaðið/AP

Breski auðkýfingurinn Richard Branson kynnti í gær nýtt geimfar, sem vellauðugir einstaklingar geta keypt sér far með út í geiminn.

Þetta verður fyrsta einkarekna geimferðaþjónusta veraldar. Nú þegar hafa þrjú hundruð manns bókað far, sem kostar 200 þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 25 milljónum króna á núverandi gengi.

Bransons vonast til þess að fyrstu geimfararnir komist út fyrir gufuhvolfið einhvern tímann á árinu 2011, en fyrst þarf að gera margvíslegar öryggisprófanir á farartækinu. Sjálfur ætlar Branson að fara með fjölskyldu sinni í fyrstu ferðina.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×