Innlent

Styrkir til maka aldrei greiddir

Mynd/Stefán Karlsson

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar kemur fram að Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga geti greitt atvinnusköpunarstyrki til atvinnulausra maka smábátasjómanna, bænda og vörubifreiðastjóra, uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Styrkirnir geti samsvarað hámarksbótum úr sjóðnum, sem eru 6.900 kr. á dag líkt og almennar atvinnuleysisbætur, og má greiða þá í allt að hálft ár.

Að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðumanns Vinnumálastofnunar á Skagaströnd, hefur aldrei verið sótt um slíka styrki frá því að útibú Vinnumálastofnunar á Skagaströnd tók við umsjón sjóðsins árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×