Erlent

Rekinn vegna ummæla á bloggsíðu

Niðrandi ummæli á bloggsíðu danskrar lögreglukonu um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum urðu til þess að henni var sagt upp í gær.

Áður hafði hún hlotið dóm fyrir að hafa brotið lög sem banna niðrandi ummæli um minnihlutahópa á opinberum vettvangi. Konan taldi sér til málsbóta að hún hefði ekki vitað að allir gætu lesið bloggsíðuna hennar, sem hún sagði ætlaða vinum sínum.

Forsaga málsins var sú að konan var kölluð til vinnu um helgi þegar hún átti að vera í fríi í febrúar í fyrra. Mikið var að gera hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn þá vegna innflytjenda, sem höfðu meðal annars kveikt í ruslatunnum og bílum.

Samkvæmt vefsíðu dagblaðsins Politiken íhugar konan að áfrýja máli sínu til hæstaréttar en hún hefur verið dæmd sek á tveimur neðri dómsstigum landsins.- sbt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×