Innlent

Ríkið eyddi 7,5 milljörðum í hugbúnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem spurði ráðherra. Mynd/ GVA.
Það var Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem spurði ráðherra. Mynd/ GVA.
Íslenska ríkið eyddi 7,5 milljörðum króna í kaup á hugbúnaði og vegna hugbúnaðargerðar á árunum 2006 - 2008, eða á þriggja ára tímabili.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Kostnaðurinn var mestur árið 2008, þá um 2,9 milljarðar króna. Kostnaðurinn var mestur hjá fjármálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Hann nam um 2,1 milljarði hjá hvoru ráðuneyti á þessum þremur árum.

Birgitta spurði jafnframt hvort ráðherra teldi að ríkissjóður gæti sparað útgjöld með notkun á frjálsum og opnum hugbúnaði. Í svari ráðherra kemur fram að Þjóðleikhúsið hafi innleitt opinn og frjálsan hugbúnað fyrir tölvupóstkerfi og skrifstofuvöndla og sé talið að kostnaðurinn fyrsta árið við þessi kerfi sé um fjórðungur af þeim árlega kostnaði sem stofnunin greiddi áður fyrir sambærileg kerfi með séreignarhugbúnaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×