Erlent

Chavez undirbýr herinn undir átök

Hugo Chavez.
Hugo Chavez. Mynd/AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur fyrirskipað að reist verði ný herstöð við landmæri Venesúela og Kólumbíu. Grunnt á því góða hefur verið á mill ríkjanna að undanförn og kólumbíski herinn í viðbragðsstöðu.

Stjórnvöld í Venesúela hafa ásakað nágranna sína um njósnir auk þess að leyfa Bandaríkjamönnum að koma upp herstöðvum sem nota megi til að gera árás á Venesúela. Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hins vegar vísað ásökunum stjórnvalda í Venesúela alfarið á bug.

Chavez segir að besta leiðin til að komast hjá stríði sé að búa sig undir stríð.

Ekki er nýtt að ríkin eldi saman grátt silfur, skæruhernaður í Kólumbíu og kókaínflutningar þaðan hafa oft orðið undirrót illdeilna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×